Dagur villtra blóma

Holtasóley.
Holtasóley. mbl.is

Dagurinn í dag er „Dagur hinna villtu blóma“. Haldið er upp á daginn víða um land, en fólki gefst m.a. kostur á að fara gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

 

Gönguferðir þessar eru ókeypis fyrir þátttakendur, og ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrir fram, heldur aðeins mæta á auglýstum stað á réttum tíma. Hversu víða hægt er að bjóða upp á plöntuskoðun fer eftir því hversu margir sjálfboðaliðar fást til að veita leiðsögn. 

 

Flóruvinir standa fyrir degi hinna villtu blóma, og veita leiðsögn sem sjálfboðaliðar. Ýmsar stofnanir hafa stutt og staðið  með flóruvinum að þessum degi, meðal annarra Grasagarðurinn í Laugardal, Ferðafélag Íslands, Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofur landshlutanna og Umhverfisstofnun.

 

Grasagarðurinn í Reykjavík býður upp á leiðsögn um Laugarnestanga í dag milli kl. 11-13 í dag.

 

Dagur hinna villtu blóma hefur síðan 2004, þegar Íslendingar bættust í hópinn,  verið haldinn á öllum Norðurlöndunum ásamt Færeyjum og Grænlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert