Hryssur drepast á öskusvæði

Hross á Suðurlandi.
Hross á Suðurlandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það eru einhver tilfelli þar sem merar hafa drepist eftir kast en við höfum ekki neinar tölur sem talist getast óeðlilegar,“ segir Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi.

Hrossabændur á öskusvæðinu velta nú sumir fyrir sér hvort dauði folaldsmera hafi aukist í ár. Umræða hefur skapast undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um fjölda móðurlausra folalda, sem þarf að gefa sérblandaða mjólk eða venja undir aðrar merar og kosta talsvert umstang.

Katrín hvetur hrossabændur þó til að tilkynna hvert tilfelli til embættisins því Bjargráðasjóður bæti skaðann ef hægt er að kenna öskunni um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka