Þjóðhátíð á Blönduósi

Einmunablíða var á Blönduósi í dag.
Einmunablíða var á Blönduósi í dag. mbl.is/Jón Sigurðsson

Blönduósingar héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan á hefbundinn hátt á bæjartorginu á Blönduósi. Skrúðganga var eftir aðalgötu bæjarins sem lauk á bæjartorginu þar sem fjallkonan flutti ljóð. Bóthildur Halldórsdóttir flutti ræðu dagsins og Þórdís Björnsdóttir var í hlutverki fjallkonunnar.

Nokkur ungmenni fluttu tónlist og sólin og sumarið lögðu líka mikið til svo hátíðin mætti heppnast sem best. Það var hestamannafélagið Neisti sem sá um undirbúning og stjórnun hátíðarhalda og fórst þeim það vel úr hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka