Þjóðhátíð á Blönduósi

Einmunablíða var á Blönduósi í dag.
Einmunablíða var á Blönduósi í dag. mbl.is/Jón Sigurðsson

Blönduós­ing­ar héldu þjóðhátíðardag­inn hátíðleg­an á hef­bund­inn hátt á bæj­ar­torg­inu á Blönduósi. Skrúðganga var eft­ir aðal­götu bæj­ar­ins sem lauk á bæj­ar­torg­inu þar sem fjall­kon­an flutti ljóð. Bót­hild­ur Hall­dórs­dótt­ir flutti ræðu dags­ins og Þór­dís Björns­dótt­ir var í hlut­verki fjall­kon­unn­ar.

Nokk­ur ung­menni fluttu tónlist og sól­in og sum­arið lögðu líka mikið til svo hátíðin mætti heppn­ast sem best. Það var hesta­manna­fé­lagið Neisti sem sá um und­ir­bún­ing og stjórn­un hátíðar­halda og fórst þeim það vel úr hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert