Vatnsborð gígsins er sjóðandi

Vatnið í lóninu í Gígjökli er nærri suðumarki að hita …
Vatnið í lóninu í Gígjökli er nærri suðumarki að hita en frekar lítil hætta er talin vera á flóðum, að minnsta kosti sé horft til allra næstu daga. mbl.is/Magnús Tumi

Hiti vatns í gígnum í Gígjökli hefur hækkað mikið síðustu daga og lítur út fyrir að vera nærri suðumarki. Vatnsborðið hefur lítið hækkað. Þetta sást í flugi jarðvísindamanna í gær.

„Aska af gígbörmunum hefur skriðið ofan í gíginn við bráðnun ísveggjanna að suðvestan og myndar nú einangrandi kápu svo dregur úr bráðnun en hækkar hita,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Þegar sást að lónið hafði myndast var leiðinni inn í Þórsmörk lokað í varúðarskyni. Nú hefur aftur verið opnað.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka