Talsvert rok en ekkert öskufok

Skálavörður segir ástandið í Básum sjaldan hafa verið betra.
Skálavörður segir ástandið í Básum sjaldan hafa verið betra. mbl.is/Rúnar J. Hjartar

„Þetta lítur miklu betur út en maður þorði að vona,“ segir Guðbjörg Melsted, skálavörður í Langadal í Þórsmörk, um ástandið á svæðinu. Farið sé að grænka í fjallshlíðum og gróður hafi tekið vel við sér.

Rúnar J. Hjartar, skálavörður í Básum á Þórsmerkursvæðinu, tekur í sama streng. „Ég myndi segja að það hafi sjaldan verið eins gott ástand á flötum á þessu svæði og einmitt núna.“

Talsvert blés í gær á Hvolsvellinga en ekkert var þó um öskufjúk, sagði lögreglumaður sem Morgunblaðið ræddi við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka