Græn tún einkenna jarðir á Suðurlandi

Sprettan er góð á Þorvaldseyri svo sem sjá má.
Sprettan er góð á Þorvaldseyri svo sem sjá má. mbl.is/Ólafur Eggertsson

Sprettan í ár hefur verið góð á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og gæti verið að askan ætti þar einhvern þátt.

Talið er að gróðurinn fái hjálp við vöxt frá öskunni, einkum vegna næringarefna á borð við steinefni og járn.

Einnig hefur dökkur litur öskunnar þau áhrif að jarðvegurinn hitnar fljótt en hiti og raki eru kjöratriði þegar kemur að sprettu. Þó er farið varlega í að meta áhrif öskunnar sem koma betur í ljós síðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka