Biskup Íslands biður samkynhneigða afsökunar

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. mbl.is/Ómar

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, biðst fyrirgefningar vegna orða um hjónaband samkynhneigðra, sem hann lét falla árið 2006. Þá sagði hann að ef hjónabandið yrði ekki lengur skilgreint sem hjónaband karls og konu væri eitthvað nýtt orðið til og hið sígilda hjónaband „afnumið". Hugtakinu væri þar með hent á sorphaugana.

Hann hvetur fólk til að horfa fram á veginn og taka höndum saman um stofnunina hjónabandið, í ljósi þess að Alþingi hefur nú breytt hjúskaparlögum og leyft hjónaband samkynhneigðra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.„Orð mín í hita leiksins hafa valdið sárum og ég biðst fyrirgefningar á því," segir séra Karl Sigurbjörnsson. Mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert