Ekki tími til að lýsa yfir goslokum

Eldgosið í Eyjafjallajökli.
Eldgosið í Eyjafjallajökli. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það eru smáskjálftar og öðru hvoru hafa komið svona öskuskot, svo við erum aðeins á varðbergi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, um eldgosið í Eyjafjallajökli.

Aðspurður kveðst hann ekki tilbúinn til að lýsa því yfir að gosinu sé lokið. „Við erum kannski ekkert óróleg yfir þessu, en viljum ekki lýsa neinu yfir heldur,“ bætir hann við.

Í gosinu sem stóð yfir 1821 til 1823 komu löng tímabil þar sem ekkert gerðist. Síðast lét jökullinn á sér kræla hinn sjöunda júní síðastliðinn. Nú hefur hann því haft hægt um sig í 24 daga.

Þumalputtareglan er sú, að sögn Magnúsar Tuma, að miða við að eldgos liggi niðri í þrjá mánuði til að hægt sé að lýsa yfir goslokum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert