Talsverðan gufustrók leggur nú frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Strókurinn er hvítur og sést vel á Suðurlandi. Lítil sem engin öskumyndun hefur verið í gígnum frá því í maí en gufu hefur lagt frá gígnum þar sem stöðuvatn hefur myndast.
Að sögn Veðurstofunnar hefur enginn aukin virkni greinst á mælum. Við teljum að strókurinn sjáist einfaldlega svona vel núna vegna þess hve veður er nú stillt,“ sagði vakthafandi veðurfræðingur, en kvað að sjálfsögðu vel fylgst með framvindu mála.