Gufu leggur frá Eyjafjallajökli

Talsverðan gufustrók leggur nú frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Strókurinn er hvítur og sést vel á Suðurlandi. Lítil sem engin öskumyndun hefur verið í gígnum frá því í maí en gufu hefur lagt frá gígnum þar sem stöðuvatn hefur myndast.

Að sögn Veðurstofunnar hefur enginn aukin virkni greinst á mælum. Við teljum að strókurinn sjáist einfaldlega svona vel núna vegna þess hve veður er nú stillt,“ sagði vakthafandi veðurfræðingur, en kvað að sjálfsögðu vel fylgst með framvindu mála.

Myndin er tekin af vefmyndavél Mílu á Hvolsvelli.
Myndin er tekin af vefmyndavél Mílu á Hvolsvelli. Vefmyndavél Mílu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert