Útiloka ekki að gosið hefjist á ný

Gufumökkurinn séður frá Hvolsvelli.
Gufumökkurinn séður frá Hvolsvelli. Vefmyndavél Mílu

Gosmökkur reis frá eldstöðvum í gær og sást hann vel einkum vegna þess að loftið var tært og frekar léttskýjað. „Þetta var svo áberandi í morgun því það var svo gott veður,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur á Veðurstofunni.

„En þegar líða tók á daginn fór að þykkna upp, þannig að maður hætti í sjálfu sér að sjá gufustrókinn.“ Aðspurð hvort hún sjái fram á nýtt gos segist Sigþrúður ekki útiloka neitt, sérstaklega í ljósi sögunnar, en síðast stóð gosið yfir í um tvö ár.

Að sögn Sigþrúðar verður Ármann Höskuldsson, fræðimaður, ásamt föruneyti á jöklinum í rannsóknum um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert