Dregur úr atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi í júní  var 7,6% en að meðaltali 12.988 manns voru atvinnulausir í júní.  Í maí mældist atvinnuleysið 8,3% en atvinnulausum hefur fækkað að meðaltali um 886 milli mánaða.

Atvinnulausum körlum fækkar meira en konum milli mánaða, eða um 776 að meðaltali en konum fækkar um 111 að meðaltali. Atvinnuleysið er nú 7,7% meðal karla og 7,3% meðal kvenna, að sögn Vinnumálastofnunar.

Fækkun á atvinnuleysisskrá er hlutfallslega meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og er atvinnuleysi nú 8,5% á höfuðborgarsvæðinu en 5,9% á landsbyggðinni. Mest er atvinnuleysi á Suðurnesjum 11,9%,  en minnst á Norðurlandi vestra 2,6%.

Vinnumálastofnun segir, að yfirleitt batni atvinnuástandið frá júní til júlí, m.a. vegna árstíðasveiflu. Í júlí 2009 minnkaði atvinnuleysi úr 8,1% í júní í 8% í júlí.  Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í júlí  minnki og verði á bilinu 7,2%-7,6%.

Skýrsla Vinnumálastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert