Öskutrygging á bílaleigubílana

Eldfjallaaskan gerir mörgum lífið leitt.
Eldfjallaaskan gerir mörgum lífið leitt. mbl.is/Ómar

Höldur ehf. bílaleiga Akureyrar býður nú upp á ösku- og sandfokstryggingu. Að sögn Bergþórs Karlssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hefur verið boðið upp á slíka tryggingu í um þrjár vikur.

„Við hringdum í fullt af erlendum ferðaskrifstofum til að ráðfæra okkur. Þeir mæltu alveg með þessu.“

Bergþór segir þetta nauðsynlegt þar sem öskufjúk og sandfjúk virkar eins og sandpappír á bílana. „Það heggst upp úr lakkinu sem svo skemmist. Þá þarf hugsanlega að mála bílinn, skipta um rúður og skipta um ljós,“ segir hann. Hann segir viðgerðir á slíku geta verið allt frá því að vera ódýrar og upp í skelfilega háar tölur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert