Íslendingur í Tour de France

Tour de France keppnin er nú í fullum gangi. Aldrei …
Tour de France keppnin er nú í fullum gangi. Aldrei þessu vant fylgjast Reyðfirðingar spenntir með í ár. Reuters

Ed­vald Boas­son Hagen þykir einn efni­leg­asti hjól­reiðamaður í heimi og kepp­ir nú í Tour de France hjól­reiðakeppn­inni. Það þykir kannski enn merki­legra, alla­vega fyr­ir Íslend­inga, að Ed­vald þessi er af ís­lensk­um ætt­um.

Agl.is seg­ir að hjól­reiðamaður­inn sé barna­barn Eðvalds Bóas­son­ar frá Stuðlum í Reyðarf­irði. Sá hafi ung­ur flutt út til Nor­egs með föður sín­um sem hafi farið í bænda­skóla og komið sér upp búi í Nitte­dal, skammt utan Osló. Eðvald hafi síðar tekið við bú­inu af föður sín­um og búi þar enn. Dótt­ir Eðvalds, sem er móðir Ed­valds, sinn­ir nú einnig bú­störf­um á jörðinni.

Ed­vald yngri er 23 ára gam­all og fylgj­ast Reyðfirðing­ar nú spennt­ir með hon­um á Tour de France.

Hér má lesa frétt Aust­ur­glugg­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka