Þingmannanefnd Alþingis um rannsóknarskýrsluna stefnir að því að funda næst 17. ágúst næstkomandi.
„Við munum funda eins oft og kostur er, vonandi daglega, þangað til þingið kemur aftur saman. Það er af nógu að taka,“ segir Atli Gíslason, formaður nefndarinnar. „Við ætlum að nota tímann vel og vandlega og reyna að keyra þetta áfram.“
Nefndin á að gera grein fyrir tillögum sínum í skýrslu sem hún á að leggja fram fyrir þinglok í september. Í Morgunblaðinu í dag segir Atli þó enn óráðið hvort það tekst.