Fara verður allt aftur til Kötlugossins 1918 eða Heklugossins 1947 til að finna eldgos sem losuðu gjósku í sambærilegu magni og það sem kom upp í eldgosinu í Eyjafjallajökli í vor.
Gjóska sem féll hér á landi úr Eyjafjallajökli er áætluð um 140 milljónir rúmmetra eða 0,14 rúmkílómetrar. Þá er ótalin öll gjóskan sem féll í hafið og í öðrum löndum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.