Gekk yfir landið á 19 dögum

Louis-Philippe Loncke.
Louis-Philippe Loncke.

Belginn Louis-Philippe Loncke kom í gær að suðurströnd landsins eftir að hafa gengið frá Rifstanga nyrst að landinu að Kötlutanga syðst á 19 dögum. Belginn fékk enga aðstoð á leiðinni og bar allar vistir með sér.

„Ég er ánægður með að vera á lífi," sagði hann við aðstoðarmenn sína. 

Fram kemur á heimasíðu Lonckes, að hann hafi með þessari gönguferð viljað rannsaka hvernig líkaminn bregst við erfiðum aðstæðum en á leiðinni þurfti Belginn að ganga yfir nánast allar tegundir af landslagi, klífa fjöll og jökla og vaða ár. 

Fram kemur, að síðustu tveir dagarnir hafi verið erfiðastir en þá gekk Loncke yfir hluta af Mýrdalsjökli.

Loncke stefnir að því að ganga þessa leið aftur að vetrarlagi. 

Heimasíða Lonckes

Kortið sýnir í grófum dráttum hvar Belginn gekk á milli …
Kortið sýnir í grófum dráttum hvar Belginn gekk á milli Rifstanga og Kötlutanga. mbl.is/EE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert