Stjórnvöld verndi íslensk börn

Heimir Hilmarsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti
Heimir Hilmarsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti

Félag um foreldrajafnrétti hefur sent stjórnvöldum áskorun um að breyta strax lögum til að vernda börn gegn ofbeldi af hálfu lögheimilisforeldris.

Í áskoruninni er vísað í mál barns sem lögregla þurfti að sækja heim til móður sem hafði hindrað umgengni barnsins við föður sinn. 

„Hér er um að ræða eitt þekktasta tálmunarmál á Íslandi og eina málið sem farið hefur það langt að umgengni hefur verið komið á með aðför ítrekað. “

Þá segist félagið hafa farið þess á leit við stjórnvöld lengi að hlífa börnum við þeim hörmungum sem fylgi tilhæfulausum umgengnistálmunum, með því að skilgreina slíkt sem ofbeldi á barni.

„Á Íslandi er andlegt ofbeldi lítið sem ekkert skilgreint og þar af leiðir að umgengnis-tálmun hefur enn ekki verið skilgreint sem ofbeldi.“

Einnig gagnrýnir félagið að lögregla skuli fjarlægja barn af lögheimili sínu en ekki foreldrið sem sé gerandinn í brotinu. Það sé alfarið íslenskum stjórnvöldum að kenna að brotaþoli þurfi að þola slíka meðferð.

Til hliðsjónar hefur félagið lagasetningu í Frakklandi og hvetur stjórnvöld á Íslandi til að breyta lögum á hliðstæðan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert