Ferðasumarið fínt en heildarmyndin er enn ekki orðin ljós

Ferðamenn skoða Ísland.
Ferðamenn skoða Ísland. mbl.is/Ernir

„Sumarið ætlar að verða fínt og raunar betra en í fyrra, þó heildarmyndin sé enn ekki orðin ljós,“ segir Laufey Helgadóttir, hótelhaldari á Smyrlabjörgum í Suðursveit.

Fólki í ferðaþjónustu ber saman um að útkoman eftir þetta ár verði býsna góð og að eldgosið í Eyjafjallajökli muni ekki valda þeim búsifjum í greininni sem óttast var. Þannig sagði Birkir Hólm Guðnason forstjóri Icelandair í Morgunblaðinu á laugardag að áhrifin af gosinu fyrir ferðaþjónustuna yrðu jákvæð til lengri tíma litið.

Þjóðverjar eru stærstur hluti Smyrlabjargagesta. „Okkur hefur haldist vel á þeim gestum okkar en ég heyri hins vegar að nokkuð sé um að Ítalir hafi helst úr lestinni og afbókað komu sína,“ segir Laufey.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka