Vatnsskortur í sumar- bústöðum í Úthlíð

Vatnsskortur hefur hrjáð sumarbústaðaeigendur í Úthlíð.
Vatnsskortur hefur hrjáð sumarbústaðaeigendur í Úthlíð. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Sumarbústaðaeigendur í Úthlíð í Biskupstungum hafa búið við umtalsverðan vatnsskort í júlímánuði.

Viðmælandi Morgunblaðsins segir að allan júlímánuð hafi algert vatnsleysi verið frá föstudögum og fram á sunnudaga. Frá því á síðasta föstudag hafi síðan ekkert vatn verið að fá, en vatnsveita á svæðinu er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur.

Fólk hefur fyrir vikið þurft að sækja vatn um langan veg í brúsa að sögn viðmælandans og jafnvel í sumum tilfellum þurft að fara alla leið til Laugarvatns eftir vatni. Þetta hafi m.a. þýtt að ekkert vatn hefur verið í salernum og ekkert vatn til drykkjar. Hann segir fólk orðið mjög þreytt á þessu ástandi og að málið snerti um 200 sumarbústaði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert