Styttist í gosbætur frá Icelandair

Mikl röskun varð á flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli
Mikl röskun varð á flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli Reuters

Tæplega tvö þúsund bótamál eru til skoðunar hjá Icelandair vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hann segir að vinnan hafi gengið ágætlega en hvert mál þurfi að skoða sérstaklega. Stefnt er að því að þessari vinnu ljúki með haustinu.

Vegna öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli þá urðu miklar tafir á allri flugumferð í Evrópu í apríl og maí.

Um liðna helgi kom fram að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi áminnt Air-France-KLM fyrir að greiða farþegum einungis bætur fyrir einn sólarhring. ESB telur þetta brot á reglum sem gilda ef flugfarþegar komast ekki leiðar sinnar vegna náttúruhamfara af þessu tagi og að greiða eigi fyrir uppihald farþega þann tíma sem hann er strandaglópur.

Að sögn Guðjóns mun Icelandair ekki miða við einn sólarhring líkt og AirFrance-KLM virðist gera heldur þann tíma sem farþeginn tafðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert