Telur að um misskilning sé að ræða

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, seg­ist telja að um mis­skiln­ing sé að ræða hjá Jóni Bjarna­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, um að aðlög­un­ar­ferlið að Evr­ópu­sam­band­inu sé hafið. Hann seg­ir að þetta verði hins veg­ar að skoða frek­ar. 

Þetta kom fram í máli Stein­gríms á fundi hans og Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, með fjöl­miðlum að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. 

Jón seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að erfitt sé að túlka minn­is­blað ráðuneyt­is­stjóra um stöðuna í und­ir­bún­ingi fyr­ir ESB-aðild­ar­viðræður um land­búnað á ann­an hátt en að aðlög­un­ar­ferli Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu sé hafið.

Tel­ur Stein­grím­ur að ein­ung­is sé um und­ir­bún­ing að því hvernig beri að bregðast við ef tek­in er ákvörðun um að ganga inn í ESB. En þetta þurfi að fara yfir og skoða bet­ur. 

Ef þetta er hins veg­ar rétt hjá Jóni að um aðlög­un­ar­ferli sé að ræða þá seg­ist Stein­grím­ur ekki vera sátt­ur við slíkt. 

Jó­hanna ræddi við Jón Bjarna­son í morg­un og seg­ir að vænt­an­lega hafi verið um mis­skiln­ing að ræða hjá sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherr­an­um. Hún lýsti yfir von­brigðum sín­um með að ráðherra í rík­is­stjórn­inni væri að gefa slík­ar yf­ir­lýs­ing­ar í fjöl­miðlum. Yf­ir­lýs­ing­ar sem væru ekki í takt við það sem kæmi fram í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og samþykkt Alþing­is.

Að sögn Stein­gríms er ekki kom­in dag­setn­ing á fyr­ir­hugaðar Ices­a­ve-viðræður en stefnt er að fundi í sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert