Express ferðum gert að endurgreiða

Gígurinn í Eyjafjallajökli
Gígurinn í Eyjafjallajökli mbl.is

Farþegar Express ferða, sem áttu pantaðar pakkaferðir sem var aflýst vegna eldgossins í Eyjafjallajökli  eiga rétt á að fá þá fjármuni endurgreidda sem þeir voru búnir að greiða. Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu.

Tilboð Express ferða um endurgreiðslu á flugi eða að fá sams konar ferð gegn greiðslu á 25.000 krónum var ekki í samræmi við lög, og hefur Neytendastofa nú beint því til Express ferða að láta af þeirri framkvæmd. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna.

Forsaga málsins er sú að neytandi leitaði til Neytendasamtakanna vegna þess að Express ferðir felldu niður helgarferð til Berlín með flugi og gistingu, vegna eldgossins. Þegar neytandinn leitaði eftir því að fá ferðina endurgreidda neituðu Express ferðir að endurgreiða ferðina, en buðust til að endurgreiða flugið eða veita neytandanum sams konar ferð gegn 25.000 króna greiðslu.

Sjá nánar á vef Neytendasamtakanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert