Fleiri heimsóknir á heilsugæslu vegna svínaflensu

Reuters

Skráðum viðtölum hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á heilsugæslustöðvum fjölgaði töluvert milli áranna 2008 og 2009, að því er fram kemur í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðistölfræði.

„Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins skýrir bólusetning gegn svínaflensu að miklu leyti þessa aukningu. Byrjað var að bólusetja gegn inflúensunni í október 2009 og var því verki að miklu leyti sinnt af hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum,” segir í Talnabrunni, en viðtölum fjölgaði úr 0,7 á hvern íbúa á árinu 2008 í 0,9 á íbúa á árinu 2009.

Í Talnabrunni kemur fram að skráð viðtöl hjá læknum á heilsugæslustöðvum hafi verið 2,1 á hvern íbúa að meðaltali í fyrra, sem sé svipað og árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka