Lögregla gerði í gærkvöldi húsleit á heimili í Hafnarfirði í tengslum við rannsókn á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að leitað hafi verið á heimili manns sem handtekinn var skömmu eftir að morðið var framið en sleppt að sólarhring loknum.
Útvarpið hafði eftir sjónarvottum, að þrír lögreglubílar hafi komið á heimili mannsins um klukkan sex í gærkvöld og leitin hafi staðið til rúmlega 10.