Lögreglan er með karlmann á þrítugsaldri í haldi vegna rannsóknar á morðmálinu í Hafnarfirði. Um er að ræða mann, sem handtekinn var skömmu eftir morðið en var sleppt eftir að hafa verið í haldi lögreglunnar yfir nótt.
Húsleit var gerð á heimili mannsins í gærkvöldi og samkvæmt upplýsingum mbl.is komu fram nýjar vísbendingar í gær, sem leiddu til þess, að maðurinn var handtekinn að nýju. Þá var gerð húsleit að nýju á heimili mannsins en húsleit var einnig gerð þegar hann var handtekinn í fyrra skiptið.
Fram kom á sínum tíma, að maðurinn tengist unnustu Hannesar Þórs Helgasonar, sem myrtur var 15. ágúst.