Bráðabirgðaniðurstöður um lífsýni sem tekin voru í húsi Hannesar Þórs Helgasonar benda til að blóð sem var á morðstaðnum sé allt úr hinum látna.
Ekki er búið að greina öll sýni og m.a. er enn beðið niðurstaðna rannsókna á DNA-sýnum af skóm mannsins sem er í haldi grunaður um aðild að morðinu. Leifar af blóði fundust á skónum.
Að sögn lögreglunnar hefur verið haldið áfram að yfirheyra menn í tengslum við málið síðustu daga.