Haldið í einangrun í viku

Kafarar hafa leitað að morðvopninu í Hafnarfirði.
Kafarar hafa leitað að morðvopninu í Hafnarfirði. mbl.is/Júlíus

Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði við yfirheyrslur á laugardag að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni á heimili hans hinn 15. ágúst síðastliðinn.

Að sögn verjanda Gunnars Rúnars var skýrsla ekki tekin af honum fyrr en föstudaginn 3. september, viku eftir að hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Það er vel þekkt tækni við yfirheyrslur að leyfa mönnum að hugsa sinn gang vandlega í einangrun áður en skýrsla er tekin.

Gunnar benti lögreglu jafnframt á smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann mun hafa losað sig við hnífinn sem hann notaði til að bana Hannesi. Kafarar leituðu þar að morðvopninu í allan gærdag án árangurs. Þar fannst þó fatnaður og rannsakað verður hvort hann tengist málinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert