Anna Sigrún Baldursdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðbjarts
Hannessonar heilbrigðis-, félags- og tryggingamálaráðherra.
Anna Sigrún var áður aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi
félags- og tryggingamálaráðherra, sem nú gegnir embætti efnahags- og
viðskiptaráðherra.
Anna Sigrún starfaði á Landspítalanum við
fjármálaráðgjöf frá 2007-2009 og þar áður við heilbrigðisþjónustu hérlendis og í
Svíþjóð.
Anna Sigrún lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið
1995 og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007.