Fjölmenni í Ráðhúsinu

Fundurinn stendur nú yfir í Ráðhúsinu.
Fundurinn stendur nú yfir í Ráðhúsinu.

Bekkurinn er þétt setinn í Ráðhúsi Reykjavíkur en þar fer nú fram baráttufundur gegn fátækt. Mikil stemning er á fundinum og uppskera ræðumenn ítrekað lófaklapp.

Fram kemur í tilkynningu frá baráttusamtökunum Bót að frummælendur séu talsmenn öryrkja, aldraðra, atvinnuleitenda ásamt félagsbóta- og láglaunaþegum og fulltrúum hjálparsamtaka.

Fundarstjóri er Þórhallur Heimisson prestur en hann ræddi markmið fundarins við fréttavef Morgunblaðsins fyrr í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert