Alvarleg vanræksla á starfsskyldum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihluti þingmannanefndar Alþingis telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hafi á tímabilinu frá febrúar til október árið 2008 brotið gegn lögum um ráðherraábyrgð af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi.

Umfjöllun nefndarmeirihlutans um þessa þrjá fyrrverandi ráðherra er samhljóða. Er talið að þeir hafi sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem þeim hafi verið eða mátt vera kunnugt um og getað brugðist við með því að beita sér fyrir eða gera tillögur til annarra ráðherra um aðgerðir, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins.

Þá hafi ráðherrarnir látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða tillögum um þær til annarra ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli.

Einnig eru ráðherrarnir taldir hafa vanrækt að beita sér fyrir virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi.

Loks er þeim gefið að sök að hafa ekki  fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins.

Þingsályktunartillaga meirihluta þingmannanefndar

Árni M Mathiesen.
Árni M Mathiesen. mbl.is/Ómar
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka