Takast á um tillögurnar

Árni M. Mathiesen, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og …
Árni M. Mathiesen, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björgvin G. Sigurðsson á fundi með bankastjórum 14. febrúar 2008. Þá voru þau með upplýsingar um slæma stöðu bankanna. mbl.is/Kristinn

Þingmannanefnd sem falið var að fjalla um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gærkvöldi. Atli Gíslason, þingmaður vinstri-grænna og formaður nefndarinnar, sagðist ekki geta sagt hver niðurstaðan væri, en staðfesti að nefndin kæmi saman árdegis í dag til að ræða lokafrágang og önnur formsatriði.

Heimildir Morgunblaðsins herma að sumir þingmenn innan Samfylkingarinnar hafi ekki viljað ákæra fyrrverandi ráðherra og kalla saman landsdóm. Aðrir hafi viljað ákæra þau Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Enn aðrir hafi verið þeirrar skoðunar að ákæra bæri fjóra, auk fyrrnefndra þá Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins munu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni ekki hafa viljað standa að samþykkt um að nokkur yrði ákærður, né að landsdómur yrði kallaður saman, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkum klukkan 15 í dag, og þær gerðar opinberar klukkan 17.

Ágreiningur er í Samfylkingunni hvort og þá hverja fyrrverandi ráðherra …
Ágreiningur er í Samfylkingunni hvort og þá hverja fyrrverandi ráðherra skuli ákæra. mbl.is/Kristinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert