Jón Gnarr gagnrýnir Kínverja

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. Ómar Óskarsson

Jón Gn­arr borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar átti í dag fund með kín­verskri sendi­nefnd sem hingað er kom­in meðal ann­ars til að ræða um jarðvarma og nátt­úru­vernd.  Í nefnd­inni sit­ur meðal ann­ars aðal­rit­ari komm­ún­ista­flokks­ins í Pek­ing og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri höfuðborg­ar­inn­ar, Liu Qi.

Þeir Jón ræddu mál­in í ráðhús­inu í dag og greip Jón tæki­færið til að af­henda komm­ún­ist­a­leiðtog­an­um bréf þar sem hann mót­mælti hand­töku kín­verska rit­höf­und­ar­ins og and­ófs­manns­ins Liu Xia­o­bo.  Xia­o­bo var pró­fesor við há­skól­ann í Pek­ing og hef­ur einnig verið gesta­kenn­ari við fjölda er­lendra há­skóla, þar á meðal Ósló­ar­há­skóla og Kól­umb­íu­há­skóla í New York.  Xia­o­bo var hand­tek­inn í Kína í júní í fyrra og dæmd­ur í 11 ára fang­elsi fyr­ir niðurrifs­starf­semi.

Jón Gn­arr grein­ir frá því á Fés­bók­arsíðu borg­ar­stjóra að hann hafi af­hent koll­ega sín­um frá Kína mót­mæla­bréfið. Þá bár­ust þau tíðindi frá borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar í kvöld að haf­in sé und­ir­bún­ing­ur skrúðgöngu gegn kynþátta­for­dóm­um sem hald­in verður næsta laug­ar­dag í miðborg­inni til stuðnings kúbversk­um feðgum sem flýja þurftu land vegna of­sókna.

Bréfið 

Mannréttindasamtök um allan heim hafa fordæmt fangelsun Liu Xiaobo og …
Mann­rétt­inda­sam­tök um all­an heim hafa for­dæmt fang­els­un Liu Xia­o­bo og nú hef­ur Jón Gn­arr bæst í hóp­inn. TYRONE SIU
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert