Íslendingur handtekinn

Frá Margarítaeyju.
Frá Margarítaeyju.

Lögreglan í Venesúela handtók í gær Íslending sem er grunaður um að hafa ætlað að smygla eiturlyfjum en maðurinn reyndi að innrita sig í flug til Þýskalands. Wilmer Flores, lögreglustjóri í Venesúela, segir að maðurinn, Steingrímur Þór Ólafsson, sé eftirlýstur fyrir stórfelld fjársvik eiturlyfjasmygl á Íslandi. 

Fréttamiðlar í Venesúela segja frá handtökunni og birta myndir af Steingrími. Þar kemur fram, að  Steingrímur, sem er 36 ára gamall, hafi verið tekinn höndum á Margarita-eyju er hann reyndi að bóka flug til Frankfurt á mánudag. Að sögn fréttamiðla í Venesúela hafði hann þá dvalið 15 daga þar.

Haft er eftir Flores lögreglustjóra að Steingrími verði væntanlega framseldur til Íslands næstunni en hann er eftirlýstur fyrir peningaþvætti á Íslandi. Um er að ræða málið þar sem sviknar voru 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattkerfinu en 6 manns eru í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna þess máls. 

Blaðið La Calle í Venesúela hefur eftir Flores, að Íslendingurinn virðist hafa tengsl við fíkniefnahringi í Kólumbíu. 

Frétt La Calle

Frétt ríkissjónvarps Venesúela

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert