Metfjöldi á Austurvelli

00:00
00:00

Um 5.000 manns voru sam­an komn­ir á Aust­ur­velli fyr­ir stundu, að sögn Geirs Jóns Þóris­son­ar, lög­reglu­stjóra lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Geir Jón seg­ir ekki vitað um meiðsl á fólki en hann hvet­ur mót­mæl­end­ur ein­dregið til að hætta að sprengja flug­elda við lög­reglu­menn og aðra mót­mæl­end­ur. 

Geir Jón seg­ir slík­ar spreng­ing­ar geta valdið slys­um og augnskaða.

Hann seg­ir um 5.000 manns á Aust­ur­velli og að 1.000 til 2.000 manns séu á ferðinni í göt­un­um í kring. Þetta sé fjöldi sem slái fyrri met úr búsáhalda­bylt­ing­unni.

Þá hafi golf­kúl­um verið kastað að lög­reglu­mönn­um en nú rétt í þessu ber­ast mikl­ar drun­ur frá spreng­ing­um inn í and­dyri Hót­el Borg­ar.

Kasta golf­kúl­um í lög­reglu

Geir Jón seg­ir stór­hættu­legt að kasta golf­kúl­um og hvet­ur mót­mæl­end­ur til að sýna still­ingu og ganga friðsam­lega fram.

„Þetta hef­ur gengið al­veg ágæt­lega. Þetta er mik­ill fjöldi, skipt­ir þúsund­um. Ég held að það megi al­veg segja að 5.000 manns hafi verið hér á vell­in­um sjálf­um en síðan eru 1.000 til 2.000 hér í kring. Það er mik­ill straum­ur af fólki inn og út af svæðinu. Þetta er lang­mesti fjöldi sem við höf­um séð al­veg síðan hér hóf­ust mót­mæli,“ seg­ir Geir Jón og á við tíma­bilið frá banka­hrun­inu 2008.

Hann var­ar sem fyrr seg­ir við því að golf­kúl­um sé grýtt að lög­regl­unni.

„Það er hættu­legt að fá golf­kúl­ur í höfuðið. Þess vegna erum við að setja upp hjálm­ana.“ 

- Nú er mörg­um mjög heitt í hamsi. Hvað viltu segja við mót­mæl­end­ur?

„Ég skil reiðina ósköp vel. Reiðin þarf að bein­ast í skýr­an far­veg, bar­áttu fyr­ir málstað sem fólk held­ur á lofti. Of­beldi, hins veg­ar, það skil­ar aldrei neinu. Það er staðreynd. Það er hins veg­ar eðli­legt að fólk sé að mót­mæla. Það fylg­ir lýðræðis­legu sam­fé­lagi,“ seg­ir Geir Jón Þóris­son.

Búsáhöld voru áberandi á Austurvelli í kvöld.
Búsáhöld voru áber­andi á Aust­ur­velli í kvöld. mbl.is/Ó​mar
Þúsundir manna eru á Austurvelli.
Þúsund­ir manna eru á Aust­ur­velli. mbl.is/Ó​mar
Eldur hefur logað á miðjum Austurvelli í kvöld.
Eld­ur hef­ur logað á miðjum Aust­ur­velli í kvöld. mbl.is/Ó​mar
Fólk á öllum aldri er á Austurvelli.
Fólk á öll­um aldri er á Aust­ur­velli. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert