Össur á leið til Palestínu

Sveinn Rúnar ásamt Ismail Haniyeh á fundi þeirra í gær.
Sveinn Rúnar ásamt Ismail Haniyeh á fundi þeirra í gær. mbl.is/Sveinn Rúnar

Sveinn Rúnar Hauksson hitti í gær Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu. „Þetta var mjög ánægjulegur og jákvæður fundur. Ég hafði satt að segja talsvert lengi gert mér vonir um að fá tækifæri til að hitta Ismail Haniyeh.“

„Þarna voru tveir ráðherrar, þarna var borgarstjórinn, varaborgarstjórinn og fleiri menn á vegum forsætiráðherra. Ég fór söguna með honum og sérstaka stöðu Íslands gagnvart Ísrael og Palestínu. Líka þá staðreynd að Ísland er frá upphafi besti vinur Ísraels og ég vil halda því fram að svo sé enn. Ég spyr því menn hver sé besti vinur Ísraels. Er það vinur sem lætur þig hafa pening og vopn til að myrða náungann? Er það vinur? Ég rifja því upp gamla máltækið vinur er sá er til vamms segir,“ segir Sveinn Rúnar sem kveðst hafa kynnt afstöðu íslenskra stjórnmálamanna og almennings gagnvart Ísrael og Palestínu á fundinum

„Ég var að ræða þann bakgrunn. Það er kannski asnalegt að fræða þessa menn um söguna en ég gerði það frá mínum sjónarhóli. Þá gerði ég honum grein fyrir því að það væri mjög mikill stuðningur á Íslandi við palestínsku þjóðina og réttindabaráttu hennar. Hann væri bæði stjórnmálalegur en líka meðal almennings. Það væri engin spurning um hvar samúðin liggur á Íslandi. Ég vil leyfa mér að segja að það séu 90% þjóðarinnar. Það er mjög erfitt að fá málsmetandi Íslending til að réttlæta árasir Ísraels á Gasa fyrir hálfur ári síðan. Það er bara ekki hægt.“

Á fundinum bauð Haniyeh Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, velkomna til Palestínu en Sveinn Rúnar segir Össur vera á leið til Palestínu í byrjun desember.

„Hann á að koma með hjálpargögn en menn hérna segja að hjálpargögnin skipti ekki mestu máli heldur sá diplómatiski stuðningur og samstaða áalþjóðavettvangi að koma hingað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert