Sagður vilja fara til Íslands

Lalit Modi.
Lalit Modi.

Ind­versk­ir fjöl­miðlar segja í dag, að orðróm­ur sé á kreiki um að Lalit Modi, fyrr­um fram­kvæmda­stjóri ind­versku úr­vals­deild­ar­inn­ar í krikk­et, sem sakaður er um laga­brot í tengsl­um við viðskipti, muni reyna að fá hæli á Íslandi.

Ef marka má frétta­vef­inn India Today má rekja þenn­an orðróm til þess að   eig­in­kona Modi sé góð vin­kona ís­lensku for­setafrú­ar­inn­ar, Dor­rit­ar Moussai­eff. 

Ind­versk stjórn­völd hafa innkallað vega­bréf Modi á þeim grund­velli að hann hafi ekki sinnt fimm dóm­kvaðning­um í rann­sókn á máli sem snýr að viðskipt­um hans á alþjóðamarkaði. 

Lögmaður Modi seg­ir, í sam­tali við India Today, að Modi sé í lífs­hættu á Indlandi og geti því ekki sinnt kvaðning­unni.

Frétt India Today

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka