Nóróveiran lætur finna fyrir sér

Töluvert hefur borið á uppköstum og niðurgangi á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Engar tölur liggja samt fyrir enda ekki um tilkynningaskylda sjúkdóma að ræða og svo virðist sem fólk nái sér á einum til þremur dögum að meðaltali.

Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að ekkert óeðlilegt eigi sér stað. Nóróveirusýkingar herji gjarnan á haustin og veturna og ekki sé um aukningu að ræða í salmonellu- eða kampýlóbaktertilfellum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert