Íslenskir seðlar á uppboði

Frumgerðir íslensku peningaseðlanna.
Frumgerðir íslensku peningaseðlanna.

Frumgerðir íslenskra peningaseðla fyrir seðlaútgáfu Landsbanka Íslands árin 1957 og 1958 verða settar á uppboð í Danmörku um aðra helgi.

Um tillögur að seðlum er að ræða á verðbilinu 10 til 5.000 krónur, sem teiknaðar voru á sínum tíma af fyrirtækinu Thomas de la Rue. Sömu frumgerðir voru á uppboði hjá uppboðsfyrirtækinu Spinks í London fyrir réttu ári og þá var ásett verð að jafnaði um 3.500 pund, eða um 620 þúsund krónur á núvirði, segir í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert