Fyrsta landnámskonan á Íslandi

Ingólfur Arnarson með bleikan hálsklút.
Ingólfur Arnarson með bleikan hálsklút. mbl.is

„Hall­veig Fróðadótt­ir var fyrsta land­náms­kon­an á Íslandi. Þetta er stytta af mann­in­um henn­ar“. Besti flokk­ur­inn hef­ur lagt til að skjöld­ur með svipaðri áletr­un og þess­ari verði sett­ur á stöp­ul stytt­unn­ar af Ingólfi Arn­ar­syni á Arn­ar­hóli.

Jón Gn­arr borg­ar­stjóri nefndi þetta í umræðu um jafn­rétt­is­mál í borg­ar­stjórn í dag. Björn Blön­dal, aðstoðarmaður borg­ar­stjóra, sagði að Jón Gn­arr hafi slegið þessu fram í umræðunni þegar hann tjáði sig um ým­is­legt sem tengd­ist jafn­rétt­is­mál­um. 

„Nú lang­ar okk­ur að skoða hvort hægt er að gera þetta,“ sagði Björn. Hann sagði að kanna þyrfti eign­ar­hald á stytt­unni og gera þetta með form­legu samþykki hlutaðeig­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka