Engar bætur vegna mengunar frá álveri

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur  um að sýkna beri  sýknað Alcan á Íslandi, íslenska ríkið og Hafnarfjarðarbæ af kröfum eigenda jarðarinnar Óttarsstaða í nágrenni álversins í Straumsvík. Landeigendurnir kröfðust þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna þess að jörðin hafi orðið verðminni vegna mengunar frá álverinu.

Hæstiréttur segir meðal annars, að land innan merkja Óttarsstaða, sem falli undir svonefnt þynningarsvæði vegna álbræðslunnar í Straumsvík, hafi aldrei á fyrri stigum verið afmarkað í aðalskipulagi sem byggingarland fyrir íbúðarhúsnæði eða til afnota við aðra starfsemi, sem nú yrði útilokuð vegna þynningarsvæðisins.

Þá hafi landeigendurnir ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að verðmæti þessa lands yrði minna ef það yrði skipulagt fyrir iðnað, þjónustustarfsemi og hafnarstarfsemi, en ef nýta mætti það undir íbúðarbyggð, landbúnað eða matvælaframleiðslu.

Stefnendur voru  Straumsbúið sf., Íslenskir aðalverktakar hf. og fimm einstaklingar en þessir aðilar eiga Óttarsstaði sameiginlega. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert