Nýjar í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs

Kristveig Sigurðardóttir
Kristveig Sigurðardóttir

Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra hef­ur skipað Krist­veigu Sig­urðardótt­ur formann stjórn­ar Vatna­jök­ulsþjóðgarðs og Rósu Björk Hall­dórs­dótt­ur vara­formann.

Krist­veig hef­ur starfað hjá Al­mennu verk­fræðistof­unni frá ár­inu 2007 og er formaður Vist­byggðarráðs. Hún vann áður við land­vörslu í Jök­uls­ár­gljúfr­um. Krist­veig lauk B.Sc. í um­hverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði frá Há­skóla Íslands 2004 og Civ.Ing. prófi frá Kungliga Tekn­iska Högskol­an i Stokk­hólmi 2007með áherslu á um­hverf­is- og skipu­lags­mál. Loka­verk­efni henn­ar þar fjallaði um skipu­lag þjóðgarða. Hún hef­ur rétt­indi til að vera matsaðili fyr­ir BREEAM In­ternati­onal um­hverf­is­vott­un­ar­kerfið.

Rósa Björk Hall­dórs­dótt­ir er verk­efna­stjóri hjá Vatna­jök­ull Tra­vel en starfaði sem fram­kvæmda­stjóri Rík­is Vatna­jök­uls þar til í sept­em­ber á þessu ári. Ríki Vatna­jök­uls er ferðaþjón­ustu- mat­væla- og menn­ing­arklasi Suðaust­ur­lands. Rósa hef­ur setið í stjórn Markaðsstofu Suður­lands frá stofn­un henn­ar. Hún er menntaður leiðsögumaður frá Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi.

Anna Krist­ín Ólafs­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður stjórn­ar Vatna­jök­ulsþjóðgarðs, læt­ur af störf­um að eig­in ósk. Hún hef­ur verið formaður stjórn­ar­inn­ar frá því í júlí 2007 en þjóðgarður­inn var form­lega stofnaður 7. júní 2008.

Um­hverf­is­ráðherra skip­ar formann og vara­formann stjórn­ar Vatna­jök­ulsþjóðgarðs. Aðrir í stjórn eru for­menn fjög­urra svæðisráða þjóðgarðsins og full­trúi til­nefnd­ur af um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um. Einn full­trúi til­nefnd­ur af úti­vist­ar­sam­tök­um á áheyrn­araðild að fund­um stjórn­ar­inn­ar.

Rósa Björk Halldórsdóttir
Rósa Björk Hall­dórs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert