Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, verður við útför Jonathans Motzfelds, fyrrverandi forseta grænlenska landsþingsins og formanns landsstjórnarinnar. Útförin fer fram frá Hans Egedes kirkju í Nuuk á Grænlandi í dag.
Með forseta þingsins í för er Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Jafnframt verða við útförina Ólína Þorvarðardóttir, forseti Vestnorræna ráðsins, og Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri ráðsins.
Þá eru íslensku forsetahjónin viðstödd útförina.