„Virðist bara rjúka endalaust þegar vindur blæs“

Öskurok undir Eyjafjöllum.
Öskurok undir Eyjafjöllum. mbl.is/RAX

„Þetta hefur gerst þó nokkuð oft undanfarna daga. Þá hefur verið norðanátt og það virðist bara rjúka endalaust þegar vindur blæs úr norðri í svona þurru veðri.“

Þetta segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, sem – líkt og aðrir bændur undir Eyjafjöllum – glímir við viðvarandi sand- eða öskurok.

Ólafur bendir á að þetta sé nákvæmlega eins og bændur sögðu meðan á gosi stóð; að hvimleitt yrði að búa undir Eyjafjöllum í þurrkáttum.

„Það er að ganga eftir. Við finnum virkilega fyrir þessu, því þetta smýgur alls staðar inn og það er nær alltaf ryk í húsum,“ segir Ólafur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert