Nýr vegur um Hófaskarð opnaður

Hófaskarðsleið styttir leiðina út á Melrakkasléttu verulega og ljóst að …
Hófaskarðsleið styttir leiðina út á Melrakkasléttu verulega og ljóst að íbúar Raufahafnar fagna veglagningunni mbl.is/Gúna

Nýr vegur yfir Melrakkasléttu, svonefnd Hófaskarðsleið, var formlega opnuð í dag. Nýi vegurinn er mikil samgöngubót Norðaustanlands og opnuðu Ögmundur Jónasson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri hana í sameiningu með því að klippa á borða við áningarstað í Hófaskarði klukkan 11.

Markmið framkvæmdarinnar var að tengja saman Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn með góðum heilsárvegi og koma þessum byggðum þannig í betra vegsamband við aðra landshluta. Samgöngur á milli byggðakjarna á Norðausturlandi eru þannig styrktar í heild sinni, að sögn Vegagerðarinnar, og umferðaröryggi aukið auk þess sem vegurinn stuðlar að greiðari samgöngum á svæðinu.

Við opnun vegarins hefur vegalengdin á milli Kópaskers og Þórshafnar styst um 46 km samanborið við veginn um Melrakkasléttu og 24 km miðað við leiðina um Öxarfjarðarheiði. Vegalengdin milli Húsavíkur og Þórshafnar styttist um 53 km samanborið við veginn um Sléttu en lengist um 15 km miðað við leiðina um Öxarfjarðarheiði. Vegalengdin milli Raufarhafnar og Kópaskers styttist um 13 km en lengist um 4 km milli Raufarhafnar og Þórshafnar.

Vegurinn stuðlar að greiðari samgöngum mylli byggðarkjarna á Norðausturlandi.
Vegurinn stuðlar að greiðari samgöngum mylli byggðarkjarna á Norðausturlandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert