Nýtt starfsleyfi fyrir Alcoa Fjarðaál

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. mynd/Emil Þór

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gefið út nýtt starfs­leyfi fyr­ir Alcoa Fjarðaál þar sem fyr­ir­tæk­inu er heim­ilt að fram­leiða allt að 360.000 tonn af áli á ári í ker­skál­um ál­vers­ins, auk til­tek­inn­ar tengdr­ar starf­semi.

Um­sókn­in er upp­haf­lega til kom­in vegna þess að fram­leiðsla eykst um­fram áætlan­ir hjá rekstr­araðila með straum­hækk­un og hagræðingu án þess þó að nein ný mann­virki verði reist vegna þess.

Um­hverf­is­stofn­un aug­lýsti op­in­ber­lega til­lögu að starfs­leyfi á tíma­bil­inu 19. ág­úst til 14. októ­ber. Um­sagn­ir og fyr­ir­spurn­ir bár­ust frá fimm aðilum og vörðuðu þær marg­vís­leg mál, svo sem aðdrag­anda máls­ins, verka­skipt­ingu eft­ir­litsaðila og los­un brenni­steins­sam­banda.

Tek­in voru upp ný los­un­ar­mörk í starfs­leyfið, ann­ars veg­ar fyr­ir heild­ar­magn los­un­ar á brenni­steins­sam­bönd­um og hins veg­ar sér­stök los­un­ar­mörk fyr­ir los­un brenni­steins­díoxíðs úr súráli. Þetta eru lít­il­lega hert ákvæði frá þeim sem voru í starfs­leyf­istil­lög­unni og þess­ar breyt­ing­ar voru gerðar vegna at­huga­semda sem bár­ust á aug­lýs­inga­tíma. Í fyrri starfs­leyf­um ál­vera hef­ur ein­göngu verið gengið út frá los­un brenni­steins­díoxíðs úr forskaut­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert