Allt á kafi í snjó á Akureyri

Sara og Sigríður Kristín komu sér vel fyrir í snjónum.
Sara og Sigríður Kristín komu sér vel fyrir í snjónum. Skapti Hallgrímsson

Allt er á kafi í snjó á Akureyri en þar snjóaði mikið í nótt. Er illfært um bæinn er verið er að moka aðalgötur. Víða á Norðurlandi er hvasst og mikil ofankoma og gengur snjómokstur hægt í Eyjafirði. Að sögn Vegagerðarinnar er  ófært um Víkurskarð og eins til Grenivíkur. Í Þingeyjasýslum er hríðarveður og víða þæfingsfærð.

Óvísindalegar mælingar sýndu að jafnfallinn snjór var 25 sentimetra djúpur.
Óvísindalegar mælingar sýndu að jafnfallinn snjór var 25 sentimetra djúpur. mbl.is/Skapti
Þó svo að fullorðna fólkið hamist við að moka skemmta …
Þó svo að fullorðna fólkið hamist við að moka skemmta krakkarnir sér vel í snjónum á Akureyri. Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert