Grunur um salmonellu í kjúklingi

Komið hefur upp grunur um salmonella smit í ferskum kjúklingi frá Matfugli. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en varan hefur nú verið innkölluð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerum  (Rlnr.) 011-10-42-2-01 og 215-10-42-1-04.

„Í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins og í samráði við heilbrigðisyfirvöld hefur verið unnið að innköllun vörunnar. Hafi fólk ferska kjúklinga heima hjá sér er það beðið um að gæta að rekjanleikanúmerinu, sem er að finna á umbúðunum, og skila kjúklingnum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ. Til að varast óróleika hjá neytendum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neytendur eftir leiðbeiningum um eldun kjúklinga, steiki í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru. Kjúklingur með öðru rekjanleikanúmeri en þessu er fullkomlega í lagi,“ segir í tilkynningu frá Matfugli ehf í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka