Bætur vegna tafa af gosi

Gosstrókurinn frá Eyjafjallajökli.
Gosstrókurinn frá Eyjafjallajökli. mbl.is/Kristinn

Talsvert meira en endranær var um kvartanir farþega vegna seinkana í flugi á þessu ári, aðallega vegna gossins í Eyjafjallajökli í vor, að sögn Flugmálastjórnar, Neytendastofu og Neytendasamtakanna.

Íslensku flugfélögin þurfa því að greiða tugi milljóna króna í bætur en dráttur hefur orðið á því að greiða úr ágreiningsmálum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Icelandair hefur þurft að sinna um 1.000 kvörtunum frá ýmsum þjóðlöndum vegna tafa og afbókana í kjölfar gossins. Búið er að afgreiða um 95% málanna og hin verða kláruð fyrir áramót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert