Ekki greitt fyrir vinnu við þrif

Unnið að hreinsun á byggðasafninu á Skógum í vor
Unnið að hreinsun á byggðasafninu á Skógum í vor mbl.is/Kristinn Ingvarsson


Ekki verður bætt tjón sem varð á landbúnaðarvélum og tækjum í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Vinnu sem íbúar lögðu í þrif innanhúss vegna þráláts öskuryks eða skemmdum á útihúsgögnum og pöllum. Þetta kemur fram á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Á næstunni verður tekin afstaða til hvort viðbótarframlag verði veitt til frekari verkefna sveitarfélaganna, tjóna rekstrar- og ferðaþjónustuaðila og tjóna vegna heimavirkjana, skólplagna og frárennslismála.

Líkt og fram kom í gær hefur ríkisstjórninákveðið að veita viðbótarfjárveitingu til verkefna í kjölfar eldgossins að fjárhæð 67 milljónir króna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert