Skjálftavirkni á Arnarvatnsheiði

Skjálftasvæðið á Arnarvatnsheiði.
Skjálftasvæðið á Arnarvatnsheiði. mbl.is/vedur.is

Nokkrir skjálftar hafa mælst á Arnarvatnsheiði síðan í gær, þeir stærstu kringum 2 stig. Í seinni tíð hefur lítið verið um virkni á þessu svæði en árið 1974 varð þarna skjálfti upp á 6 stig á Richter. 

Flestir hafa skjálftarnir verið um 20 km norður af Húsafelli. Að sögn jarðskjálftafræðings á vakt hjá Veðurstofunni hefur lítil virkni verið á þessum slóðum í seinni tíð. Talið er að þessir skjálfta tengist virkninni sem var á dögunum við suðausturhorn Blöndulóns.

Fyrsti skjálftinn varð um kl. 7 í gærmorgun og síðan þá hafa mælst um 60 kippir, þeir stærstu um 2 stig sem fyrr segir.

Maður á dorgveiði á Arnarvatnsheiði, mynd úr safni.
Maður á dorgveiði á Arnarvatnsheiði, mynd úr safni. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka